Dreifing kynningarrita

Helstu viðkomustaðir

Dreifingarþjónusta okkar nær um allt land.
Meðal viðkomustaða eru:

Ráðgjöf og kynningarefni

Dreifing á kynningarefni er mikilvægur lokahnykkur á útgáfu. Til þess að kynningarefnið höfði til væntanlegra viðskiptavina þarf að hafa fjölmörg atriði í huga. R3-Ráðgjöf býður upp á alhliða ráðgjöf við undirbúning og skipulagningu á útgáfu bæklinga og annars kynningarefnis. Leitið tilboða og hugmynda hjá okkur.

Dreifisvæði

R3-Dreifing hefur um nokkurra ára skeið sérhæft sig í dreifingu bæklinga, eftirliti og áfyllingu fyrir ferðaþjónustufyrirtæki og stofnanir allt árið. R3-Dreifing er rekin af R3-Ráðgjöf ehf. sem býður upp á fimm dreifisvæði yfir sumarið og þrjú dreifisvæði á veturna. Á flestum þessara svæða er boðið upp á mismunandi tíðni dreifingar í hverjum mánuði.

Eftirfarandi dreifisvæði eru í boði:
Sumar: 15. maí – 30. september
HB. Höfuðborgarsvæðið
  Boðið er upp á dreifingu vikulega eða á 2ja vikna fresti þar sem farið er á um 50-60 staði þ.m.t. helstu hótel og gististaði, upplýsinga- og samgöngumiðstöðvar, sölustaði ferða, tjaldstæði og aðra fjölsótta ferðamannastaði.
SV. Suðvesturland utan höfuðborgarsvæðisins (Suðurnes, Selfoss, Hveragerði)
  Boðið er upp á dreifingu vikulega eða á 2ja vikna fresti þar sem farið er á helstu hótel og gististaði, upplýsinga- og samgöngumiðstöðvar, sölustaði ferða, tjaldstæði og aðra fjölsótta ferðamannastaði s.s. Bláa Lónið.
LÍ. Hringurinn í kringum Ísland
  Boðið er upp á dreifingu á 2ja vikna fresti frá Hraunsnefi í Borgarfirði og norður hringveg 1 þar sem farið er á helstu hótel og gististaði, upplýsinga- og samgöngumiðstöðvar, sölustaði ferða, tjaldstæði og aðra fjölsótta ferðamannastaði. Helstu staðir sem komið er við á eru Staðarskáli, Hvammstangi, Blönduós, Sauðárkróki, Varmahlíð, Akureyri, Húsavík, Mývatn, Egilsstaðir, Seyðisfjörður, Reyðarfjörður og síðan fjarðaleiðin til Hornafjarðar og áfram suðurströndin til Hvolsvallar. Hringferðin endar svo með dreifingu í uppsveitum Árnessýslu.
VF. Vesturland og Vestfirðir (1. júní – 30. ágúst, 7 ferðir)
  Boðið er upp á dreifingu á 2ja vikna fresti þar sem farið er á helstu hótel og gististaði, upplýsinga- og samgöngumiðstöðvar, sölustaði ferða, tjaldstæði og aðra fjölsótta ferðamannastaði. Farið er frá Borgarnesi, fyrir Snæfellsnes í Stykkishólm og með Baldri yfir á Brjánslæk. Þaðan er farið í Flókalund og til baka á Patreksfjörð. Frá Patreksfirði er farið á Tálknafjörð, Bíldudal, Hrafnseyri, Þingeyri, að Núpi í Dýrafirði, Flateyri, Suðureyri, á Ísafjörð og til Bolungarvíkur. Frá Ísafirði er farið til Hólmavíkur, að Króksfjarðarnesi, Laugum í Særlingsdal, Búðardal, Bifröst, Baulu, Reykholti í Borgarfirði og Ferstiklu í Hvalfirði.
Vetur: 1. október - 14. maí
LH. Höfuðborgarsvæðið
  Boðið er upp á dreifingu vikulega eða á 2ja vikna fresti þar sem farið er á 35-45 staði þ.m.t. helstu hótel og gististaði, upplýsinga- og samgöngumiðstöðvar, sölustaði ferða og aðra fjölsótta ferðamannastaði.
SN. Suðurnes
  Boðið er upp á dreifingu vikulega eða á 2ja vikna fresti þar sem farið er á helstu hótel og gististaði, upplýsinga- og samgöngumiðstöðvar, sölustaði ferða, tjaldstæði og aðra fjölsótta ferðamannastaði s.s. Bláa Lónið og Leifsstöð.
SS. Suðurland til Hornafjarðar (15 okt. – 14. maí)
  Boðið er upp á dreifingu á 4ra vikna fresti um suðurlandið til Hafnar í Hornafirði ásamt uppsveitum Árnessýslu. Farið er á helstu hótel og gististaði, upplýsinga- og samgöngumiðstöðvar, sölustaði ferða, tjaldstæði og aðra fjölsótta ferðamannastaði.

 

Bæklingastandar til sölu

Mikilvægt er að bjóða ferðamönnum gott aðgengi að upplýsingum. Ferðafólk leitar ávallt að bæklingum um þá þjónustu og afþreyingu sem í boði er. Hluti af góðri þjónustu er að tryggja viðskiptavinum gott aðgengi að slíku efni og gera framsetnningu þess markvissa og smekklega.
R3-Dreifing býður upp á góða snyrtilega bæklingastanda sem taka lítið rými, bæði gólfstanda og veggeiningar. Allir standarnir/veggeiningarnar eru með færanlega bæklingavasa og henta því vel fyrir allar gerðir bæklinga.

Gólfstandar
G-2 Gólfstandur þríhyrndur á hjólum sem tekur allt að 60 bæklinga í túristabroti.
 
Veggeiningar
V-1 Veggeining sem tekur allt að 20 mismunandi bæklinga í túristabroti.

Myndir af stöndum

Nánari upplýsingar:
Tryggvi Árnason, tryggvi@r3.is