Bókhald og viðskiptaþjónusta

Starfsfólk okkar hefur áratugalanga reynslu af bókhaldi og leggur áherslu á persónulega þjónustu, skilvirkni og nákvæmni.

R3 Bókhald og rekstur býður alhliða bókhalds- og viðskiptaþjónustu sem hentar jafnt smáum sem stórum fyrirtækjum.

Við sjáum um allt frá færslu bókhalds til launavinnslu, gerðar sölureikninga, uppgjörs, ársreikninga og skattframtala.

Viðskiptavinir okkar geta einnig fengið aðstoð við frekari umsjón fjármála eftir þörfum, þar á meðal greiðslu reikninga og launa, eftirfylgni með innheimtu krafna og fleira. Með okkar þjónustu þurfa fyrirtæki ekki að halda úti eigin skrifstofu fyrir bókhald og fjármálastjórn – þau hafa einfaldlega aðstöðu hjá okkur.

Bókhaldsþjónusta

Rétt framkvæmd bókhald tryggir fjármálalegt öryggi og skilvirkni í rekstri. Við bjóðum alhliða bókhaldsþjónustu.

  • Færsla bókhalds
  • Afstemmingar
  • Ársreikningagerð
  • Virðisaukaskattsskýrslur
  • Samskipti við skattyfirvöld

Launavinnsla

Launavinnsla krefst nákvæmni og þekkingar á kjarasamningum og lögum. 

  • Launaútreikningar
  • Útsending launaseðla
  • Skilagreinar til skattyfirvalda, lífeyrissjóða og stéttarfélaga
  • Samskipti við stéttarfélög og túlkun kjarasamninga

Ársreikningar og skattframtöl

Við tryggjum við faglega úrvinnslu allra reikningsskila og skattskila með skýrleika og áreiðanleika í fyrirrúmi.

  • Uppgjör bókhalds og gerð ársreikninga
  • Skattframtöl fyrir einstaklinga og fyrirtæki
  • Nauðsynleg samskipti við skattyfirvöld
  • Skattalega ráðgjöf til að hámarka skilvirkni og lækka skattbyrði