Fyrirtækja- og rekstrarráðgjöf
Bókhaldsþjónusta
Við stofnun fyrirtækja er margt sem þarf að huga að, ekki síst að velja félagaform sem hentar rekstrinum best. Hjá R3 Bókhaldi og rekstri aðstoðum við viðskiptavini við að finna hentugasta rekstrarformið og sjáum um stofnun fyrirtækja ásamt öllum tilheyrandi skrefum. Við tryggjum að ferlið gangi hnökralaust fyrir sig og að fyrirtækið standi á traustum grunni frá upphafi.
Rekstrarráðgjöf
Launavinnsla krefst nákvæmni og þekkingar á kjarasamningum og lögum.
Fjármunir fyrirtækja þurfa að nýtast á sem skilvirkastan hátt. Mikilvægt er að greina kostnaðarliði reglulega og leita tækifæra til hagræðingar og aukinnar hagkvæmni. Við höfum unnið með fjölda fyrirtækja að slíkri greiningu og hefur náð umtalsverðum árangri við að innleiða lausnir sem skila betri nýtingu fjármuna.
Markmið okkar er að styðja stjórnendur við að takast á við þau krefjandi verkefni sem fylgja rekstri fyrirtækja, með það að leiðarljósi að auka arðsemi og virði þeirra. Við bjóðum upp á fjölbreytta þjónustu, þar á meðal:
- Rekstraráætlanir og greiðsluáætlanir sem tryggja fjárhagslegt jafnvægi.
- Umsjón fjármála, annaðhvort að hluta eða að fullu, fyrir þá sem vilja einbeita sér að daglegri stjórnun án þess að hafa áhyggjur af fjármálalegum þáttum.
Með okkar aðstoð geta fyrirtæki einbeitt sér að sínum kjarnarekstri og nýtt fjármagn á skilvirkan og markvissan hátt.