Bókhald og viðskiptaþjónusta

Bókhalds- og viðskiptaþjónusta R3-Ráðgjafar felur í sér margvíslega þjónustuþætti sem henta bæði smáum og stórum fyrirtækjum. Færsla bókhalds, launavinnsla, gerð sölureikninga, uppgjör og ársreikninga- og skattframtalsgerð eru dæmi um slíka þætti.
R3 Ráðgjöf býður einnig upp á frekari umsjón á fjármálum fyrirtækja og fer umfang þess eftir óskum stjórnenda þess. Auk framangreindra þátta sjáum við þá um greiðslu reikninga og launa, eftirfylgni með innheimtu krafna ofl. Viðskiptavinir þurfa þá ekki að halda úti skrifstofu fyrir pappírsvinnu sína heldur hafa aðstöðu hjá okkur.

Bókhald

Mikilvægt er að bókhaldi sé sinnt af fagmönnum með reynslu til að tryggja hámarksskilvirkni við færslu bókhalds, afstemmingar og gerð ársreikninga.
Við bjóðum alhliða bókhaldsþjónustu og alla tengda vinnslu svo sem gerð virðisaukaskattsskýrslu og samskipti við skattyfirvöld.
Starfsfólk okkar hefur áratuga langa reynslu af bókhaldi, ársreikningagerð og tengdri þjónustu leggur áherslu á persónulega þjónustu.

Sölureikningar

R3-Ráðgjöf býður þjónustu við gerð sölureikninga, útskrift þeirra og innsendingu krafna í fyrirtækjabanka.
Viðskiptavinir okkar hafa lýst mikilli ánægju með að fela okkur gerð sölureikninga samhliða bókhaldsþjónustu. Þannig er tryggð skilvirkni á þessu sviði vegna samhæfingar bókhaldskerfa og persónuleg þjónusta okkar skilar sér til ávinnings okkar viðskiptavina.

Launavinnsla

Launavinnsla krefst nákvæmni, þekkingar á kjaraumhverfi og reynslu þeirra sem þessu sinna.
Við sjáum um launaútreikninga, sendum launamönnum launaseðla á rafrænu formi eða á pappír og útbúum skilagreinar til skattyfirvalda, lífeyrissjóða og stéttarfélaga.

Ársreikningagerð

R3-Ráðgjöf veitir þjónustu við bókhaldsuppgjör og gerð ársreikninga fyrir einstaklingsfyrirtæki og félög. Hjá okkur liggur þekking og reynsla við reikningsskil og framsetningu ársreikninga.
Við veitum smáum jafnt sem stórum aðilum þjónustu á þessu sviði, hvort sem viðskiptavinurinn færir bókhald sitt sjálfur eða felur R3-Ráðgjöf jafnframt að sinna því.

Skattframtöl fyrirtækja og einstaklinga

R3-Ráðgjöf vinnur skattframtöl fyrir einstaklinga og félög, sinnum nauðsynlegum samskiptum við skattyfirvöld og vinnum aðra tengda þætti. Við veitum einnig skattalega ráðgjöf og er markmið okkar fagmennska og greinargóðar upplýsingar til skattyfirvalda.