Fyrirtækjaráðgjöf

Stofnun félaga

Við stofnun fyrirtækja er að mörgu að huga og finna út hvers konar félagaform henti viðkomandi rekstri best. Starfsfólk R3 - Ráðgjafar aðstoðar viðskiptavini við að velja félagsform sem hentar þeirra rekstri og aðstoðar við stofnun fyrirtækja ásamt öllu sem því fylgir.

Rekstrarráðgjöf

Mikilvægt er að nýta sem best þá fjármuni sem til ráðstöfunar eru hverju sinni. Í því sambandi þarf að tryggja að fjármunir verði nýttir í það sem skiptir mestu máli í rekstrinum. Nauðsynlegt er að kostnaðarþættir í rekstri fyrirtækja séu endurskoðaðir með reglubundnum hætti og öll tækifæri á aukinni skilvirkni og hagkvæmni séu nýtt.
R3-Ráðgjöf hefur náð umtalsverðum árangri hjá viðskiptavinum sínum við greiningu á hagræðingarmöguleikum sem hrint hefur verið í framkvæmd.
Rekstrarráðgjöf miðar að því að aðstoða viðskiptavini við að takast á við þau krefjandi verkefni sem stjórnendur fást við í rekstri fyrirtækja með það að markmiði að auka arðsemi og virði þeirra.
Við tökum að okkur ýmsar gerðir áætlana fyrir fyrirtæki, s.s. rekstraráætlanir, greiðsluáætlanir o.fl. Einnig bjóðum við upp á umsjón fjármála að hluta eða öllu leyti fyrir viðskiptavini sem óska þess.
Það gerir viðskiptavinum okkar kleift að huga að daglegri stjórnun í fyrirtækinu og þurfa ekki að eyða tíma sínum í atriði er snúa að fjármálalegum þáttum fyrirtækis síns.